🌈 Taktu þátt í litagleðinni 🌈
Markmið okkar er að bjóða upp á einstakar, skemmtilegar og vandaðar barnavörur. Við leggjum einnig mikið uppúr því að veita góða og persónulega þjónustu.
Á bak við verslunina okkar er sterk hugsjón sem við brennum fyrir og okkar draumur er sá að öll börn fái frelsi til að klæðast því sem þau vilja óháð kyni, öll börn eru ólík og með mismunandi persónuleika sem á að fá að skína en ekki stjórnast af staðalímyndum!
Verslun okkar er ekki kynjaskipt, heldur leggjum við áherslu á að bjóða upp á litríkan fatnað sem hentar öllum börnum. Með afgerandi kynjaskiptingum er ekki einungis verið að takmarka valkosti barnanna heldur líka verið að stýra þeim í fastmótuð hólf.
Í versluninni okkar bjóðum við líka upp á vönduð viðarleikföng og leggjum áherslu á leikföng úr opnum efnivið þar sem það ýtir undir sköpunarkraft og ímyndunarafl barna.
þið skiptið okkur máli ❤️
Leikhreiður
Töfrandi leikur með Grapat viðarleikföngunum
Sigrún Yrja, áhugamanneskja um leik barna og stofnandi vefsíðunnar leikvitund.is fjallar um Grapat leikföngin.
Lesa færsluOpinn efniviður - skapandi leikur
Verið velkomin til okkar í Mörkina 3❤️
Opið alla virka daga kl.11-17 og laugardaga kl.12-16.
