Lífsstefna - sköpunargleði

Vissir þú að allir geta verið skapandi?
Höfundur: Sara Rós, Lífsstefna

Oft þurfum við bara að leysa sköpunarkraftinn úr læðingi og leyfa okkur að vera í flæðinu. Það að vera skapandi þýðir að skapa eitthvað og oft getur verið nóg að nota nýjar hugmyndir að uppfinningum sem áður eru til. Það að skapa ýtir undir að við verðum meira skapandi og það getur hjálpað okkur á mörgum sviðum í lífinu að hafa þann eiginleika en þess má geta að það að leysa hin ýmsu vandamál í lífinu krefjast þess að við séum með skapandi hugsun.

Að vera skapandi þýðir að hafa forvitni, vera tilbúin að prófa ýmislegt og opin fyrir því að skoða ný sjónarhorn. Rannsóknir hafa sýnt fram á að það að skapa ýtir undir góðar tilfinningar.

Það getur verið mjög gefandi að finna nýjar leiðir til að örva sköpunargleðina og ýta undir sköpunarkraft hjá börnum og það getur komið manni skemmtilega á óvart hvað börn geta verið skapandi. Stundum skortir þeim einfaldlega trú á sig sjálf þegar kemur að sköpun og þá erum það við fullorðna fólkið sem þurfum að aðstoða þau að öðlast þá trú að allir hafi þetta í sér og að kenna þeim að þetta snúist ekki um fullkomnun eða um útkomu heldur um sköpunarferlið sjálft og að læra að njóta þess. Sköpunarferlið er það sem eflir marga þroskaþætti barnsins og læra þau oft að þekkja eigin styrkleika í gegnum það ferli.

Börn þurfa að fá tækifæri til að nýta sköpunarkrafta sína og uppgötva eigin færni í að leysa ýmis mál, nota ímyndunaraflið og að fá að njóta þess. Leikur er góð leið til þess að æfa þessa færniþætti.

Til eru ýmis leikföng sem ýta undir skapandi hugsun og leyfa ímyndunaraflinu að blómstra og langar mig að nefna nokkur þeirra sem eru til sölu hjá Regnboganum barnavöruverslun. Hægt er að skoða þau bæði í vefverslun og í fallegu búðinni þeirra Mörkinni 3 Reykjavík.

Grapat leikföngin eru hönnuð til að kveikja á náttúrulegri löngun barna til að leika sér.  Þetta eru einföld leikföng úr opnum efnivið til að börnin upplifi frelsi í leik. Grapat leikföng eru afar vönduð, handgerð úr við frá sjálfbærum skógum og handmáluð með eiturefnalausri vatnsmálningu. Möguleikarnir eru endalausir. Svo er hægt að nota þessi sett til að fá útrás fyrir sköpunarkraft sinn og búa til mandölur á gólfi, borði eða á viðarbakka. Að búa til mandölur getur haft einstaklega róandi áhrif á mann og hentar fyrir börn sem fullorðna. Hægt er að blanda mandölusettum saman og búa til falleg listaverk.

Abel blocks eru kubbar sem örva sköpunarkraft og virkja ímyndunarafl barna! Kubbarnir eru einstakir í laginu, eru stórir og massívir, alveg svakalega veglegir og eru sniðnir þannig að þeir staflast fullkomlega. hægt er að byggja úr þeim virki, búa til falleg munstur úr þeim, nota þá sem bát, brú, girðingu, hvað sem börnunum dettur í hug. Einnig passa þeir ótrúlega vel með öðrum leikföngum eins og Grapat leikföngum, hvers kyns dýrum, öðrum kubbum ofl.

Papoose - bitcoins kubbar- regnboga gluggar. Kubbarnir eru marglitir og virkilega spennandi fyrir börnin. Hægt að horfa á gegnum þá og sjá veröldina breytast. Möguleikarnir eru endalausir með þessu skemmtilega leikfangi.

Bauspiel - byggingartröppur sem hægt er að byggja með, stafla, sortera, raða eftir litum og nota ímyndunaraflið í hverskonar leik.

Bauspiel- byggingarplötur eru litríkar byggingarplötur og þær eru frábær viðbót við hverskyns kubba og leikföng úr opnum efnivið og ýta undir skapandi hugsun.

Tick it Regnboginn úr við og er einstaklega skemmtilegt leikfang sem fær börnin til að nota ímyndunaraflið enda er hægt að raða bogunum á marga vegu og fara í allskonar leiki með þá.

Tick it speglakubbarnir eru frábærir og vandaðir viðarkubbar með speglafilmu. Kubbarnir eru úr gúmmívið og hægt er að raða þeim á marga vegu, þeir örva ímyndunaraflið og ýta undir sköpunarkraft. Börnunum finnst einstaklega gaman að sjá spegilmynd sína í kubbunum og einnig að sjá allt umhverfi þeirra speglast í þeim. Hægt að æfa sig að byggja/stafla og einnig hægt að nota með öðrum leikföngum úr opnum efnivið og láta ímyndunaraflið ráða för.

Guidecraft fjársjóðskubbar þessir Kubbar eru með viðarramma og gagnsæum akríl gluggum, tvær skrúfur eru á einni hliðinni svo það er auðvelt að opna kubbana og setja eitthvað spennandi inní þá. Það er gaman að fara út í náttúrunni og leyfa börnum að finna skemmtilega hluti eins og steina, blóm, lauf, fjaðrir, skeljar, greinar, sand ofl. Gaman er að setja gersemarnar inn í fjársjóðskubbana og láta þær prýða barnaherbergið. Einnig er hægt að setja lítil leikföng, marmarakúlur, perlur eða annað skemmtilegt inní kubbana sem finnst í barnaherberginu, möguleikarnir eru endalausir.

Viðarform til að þræða er skemmtilegt leikfang sem ýtir undir skapandi hugsun og þjálfar einnig fínhreyfingar og samhæfingu með þessu skemmtilega leikfangi. Einnig er til þræðingarsett sem er með hluti úr geimnum.

Formkubbarnir úr við gefa barninu tækifæri að skapa nánast hvað sem er og eru þeir skemmtilegir með mörgum öðrum kubbum og leikföngum. Möguleikarnir eru endalausir.

Freckled frog tré hús með krítaráferð á annarri hliðinni eru dásamleg viðarhús Hægt er að raða húsunum saman á marga vegu og láta ímyndunaraflið ráða för.

Tender Leaf Toys er viðarbakki til að flokka og raða og er með renniloki sem hægt er að taka af og á bakhliðinni á lokinu er krítartafla. Það er hægt að taka hólfin úr viðarbakkanum og hafa bakkann alveg opinn og setja t.d. sand í hann og leika svo með smáhlutina ofan í bakkanum. Með þessu setti fylgja 50 dásamlegir viðar smáhlutir sem börnin geta notað í skapandi leik.

Sara Rós á og rekur fyrirtækið Lífsstefnu sem sérhæfir sig í vöruhönnun og fræðslu. Lífsstefna er með eflandi vörur fyrir fólk á öllum aldri, en Sara hefur þó sérstaklega mikinn áhuga á því að búa til vörur sem eru hugsaðar til að efla börn og unglinga á uppbyggjandi hátt. Vörur sem geta hjálpað börnum að öðlast meiri tilfinningagreind, sjálfsþekkingu og að efla sjálfstraust sitt.

Skoða vörur hér

 


Leave a comment

Please note, comments must be approved before they are published

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.


You may also like

View all
Example blog post
Example blog post
Example blog post