Sara Rós er stofnandi vörumerkisins Lífsstefna. Hún á 2 stráka sem eru fæddir árið 2006 og 2013, hún er menntaður félagsliði, auk þess að hafa lagt stund á NLP markþjálfun, ráðgjafanám og krakka yoga kennaranám.
Hennar helsta ástríða er móðurhlutverkið, að skrifa smásögur og ljóð, yoga og hugleiðsla, að læra nýja hluti, fræða aðra, að vinna með börnum og unglingum og aðstoða aðra að vaxa, útivera og að vera í náttúrunni.
Sara Rós á og rekur fyrirtækið Lífsstefnu sem sérhæfir sig í vöruhönnun og fræðslu. Lífsstefna er með eflandi vörur fyrir fólk á öllum aldri, en Sara hefur þó sérstaklega mikinn áhuga á því að búa til vörur sem eru hugsaðar til að efla börn og unglinga á uppbyggjandi hátt. Vörur sem geta hjálpað börnum að öðlast meiri tilfinningagreind, sjálfsþekkingu og að efla sjálfstraust sitt.
Lífsstefna er virk á samfélagsmiðlunum Instagram, Facebook og Tik Tok þar býr hún til fræðandi efni mest tengd andlegri heilsu, ADHD og einhverfu. Einnig er með grúbbu á Facebook sem heitir Lífsstefna Krakkar og er hún hugsuð sem vettvangur fyrir foreldra og fólk sem vinnur með börnum og unglingum og vilja efla þau á uppbyggjandi hátt.