Lífsstefna - Skynfærin

Höfundur: Sara Rós

 

Skynfærin okkar eru yfirleitt fimm:
sjón, heyrn, snerting, bragð og lykt.

 

Með þeim tökum við inn allt áreiti og skynjum umhverfi okkar. Í raun og veru byggist þekking okkar á heiminum á skynfærunum okkar þó svo að einhverjar þekkingar sé þörf fyrir en mögulega er partur af þeirri þekkingu meðfædd.

Öll upplifum við skynjun á ólíkan hátt og þess vegna getur verið ansi skemmtilegt að leyfa börnum að prófa sig áfram þegar kemur að skynfærum þeirra. Sum skynjun gæti verið þeim óþægileg á meðan önnur skynjun gæti gefið þeim ánægjulega upplifun. Við erum oft að nota fleiri en ein skynfæri í einu og gott dæmi um það er þegar við borðum ýmsan mat.

Einhverf börn, börn með ADHD, misþroska börn og börn með tourette og mögulega fleiri upplifa oft skyntruflanir og þess vegna er mjög mikilvægt að það sé skoðað vel hvaða skynáreiti þeim gæti þótt erfið og hvaða skynjun gæti hjálpað þeim og róað taugakerfið þeirra en það er þekkt að sum skynjun hafi þau áhrif. Stundum gæti það virkað þversagnakennd sem gæti sem dæmi birst í því að barnið forðist ákveðna birtu en sækist í aðra. Það getur verið mikill munur á því hvers konar birta er. Svo þó svo að það sé of mikið áreiti af ákveðni birtu gæti barnið samt notið þess innilega að horfa á annarsskonar ljós og því um að gera að prófa sig áfram þegar kemur að skynjun. Umönnunaraðili getur fylgst vel með og hjálpað barninu að finna leiðir til að fá að upplifa skynjun sem því líður vel með og ætti að alltaf að hafa það í huga að umhverfið sem barnið er í sé sem þæginlegast fyrir barnið með tilliti til þess skynjunarvanda sem kann að vera hjá því barni.

Í skynjunar leik fá börn tækifæri til að örva skynfærin sín og að rannsaka með að snerta,lykta, horfa, hlusta og stundum smakka en alltaf á eigin hraða og á eigin forsendum. Það er um að gera að vera skapandi þegar kemur að því að leyfa börnum að uppgötva skynfærin sín.


Margir hugsa um skynjunarleiki bara fyrir yngstu krílin en málið er að eldri börnum finnst oft virkilega skemmtilegt og forvitnilegt að fá að skynja og það getur veitt þeim bæði ánægju og vellíðan. Það er sérstaklega þekkt hjá einhverfum börnum, næmum börnum og oft börnum með ADHD að á meðan þau mögulega forðast ákveðna skynjun þá sækja þau í annarsskonar skynjun.

Skynjunarvörur geta því verið frábær leið til að hjálpa þessum hóp barna en það
getur oft aðstoðað þau heilmikið til að ná að róa eigið taugakerfi og þar af leiðandi veitt þeim ákveðin bjargráð þegar þau upplifa streitu. En þess má geta að einhverft fólk og fólk með ADHD nýtur þess oft að nota skynjunarvörur óháð aldri og þar get ég alveg talað fyrir mig sjálfa og báða mína stráka sem eru fæddir 2006 og 2013 og öll erum við skynsegin.

Það eru til allskyns skynjunarvörur sem eru virkilega flottar og skemmtilegar og ætla ég að fá að nefna nokkrar vörur sem fást hjá Regnboganum barnavöruverslun og hægt að nálgast bæði á vefsíðunni þeirra og í fallegu búðinni þeirra í Mörkinni 3 Reykjavík.

Skynjunar hringirnir frá DËNA,eru skemmtilegir en með þeim er hægt að gefa
ímyndunaraflinu lausan tauminn. (ýttu hér til að skoða vöru) Það er t.d gaman að taka þá með í baðið og skemmtilegt að nota þá í hvers kyns skynjunar leikjum og það sem gerir þá enn skemmtilegri er að þeir lýsa í myrkri. (Það má naga þá).

Speglaboltarnir frá Tick it eru líka frábært skynjunarleikfang en þeir eru allir í mismunandi stærðum frá 5 cm uppí 11 cm, hver bolti er með mismunandi innihaldi svo þegar þeir eru hristir þá koma mismunandi hljóð. Ýttu hér til að skoða skynjunarboltana.

Litríku sílicon dýrin frá DËNA má fara með í bað og á ströndina, og eru þau virkilega skemmtileg í skynjunar/sull og sand leikjum. (Það má naga þau). Ýttu hér til að skoða dýrin.

Einnig eru litríku sílicon skálarnar frá DËNA skemmtilegar með í skynjunarleiki og eru tilvaldnar til að barnið geti leyft sköpunargleðinni að njóta sín. (Það má naga þær).

Pastel regnboginn frá DËNA,er líka spennandi leikfang í skynjunarleiki og er með endaluasa möguleika. Það er hægt að taka hann með í bað og hann ýtir undir sköpun. (Það má naga hann).

Vönduðu verðlaunakubbarnir eru veglegir skynjunarkubbar sem hafa óendanlega möguleika í leik. Börnin elska að heyra hljóðið í perlunum þegar kubbarnir eru hristir, einnig er gaman að skoða glimmerið hreifast til í vatnskubbunum og sandinn í sandkubbunum. Svo er gaman að
horfa í gegnum kubbana með litafilmunni og sjá heiminn breyta um lit, einnig er hægt að setja tvo mismunandi liti saman og horfa í gegn og sjá þriðja litinn myndast.Það er líka margt í yndislegu náttúrunni okkar sem örvar skynjun okkar, að finna fyrir útiloftinu, snerta tréin, skoða allt í umhverfinu og að vera á tánum þar sem það er öruggt er dásamlegt fyrir skynfærin okkar og tækifæri til að tengjast jörðinni okkar.

Það getur verið mjög gaman að fara með skemmtilegar skynjunar vörur út í náttúruna og leyfa barninu að njóta þess að vera skapandi. Sem dæmi er mjög skemmtileg upplifun að fara með allskyns ljós út í myrkri, eða að fara út með skynjunarleikföng og sem dæmi mætti setja skynjunarhringina, skynjunardýrin, skynjunarskálarnar og regnbogann í bala með vatni og leika með úti í náttúrunni. Þetta býr ekki bara til tækifæri til að rannsaka skynfærin, leika og
vera í náttúrunni heldur er líka fullkomin uppskrift af dásamlegri samverustund og upplifun.


Leave a comment

Please note, comments must be approved before they are published

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.


You may also like

View all
Example blog post
Example blog post
Example blog post