Leikur með Grapat

Börn eru að upplagi skapandi og frjó. Þau eru hugmyndarík og með skemmtilegt ímyndunarafl. Umhverfið hefur mikil áhrif á það hvernig þessir eiginleikar barna þroskast og þróast.
Lausamunir (e. loose parts) eru opin leikföng eða efniviður sem má nota á ótal ólíka vegu. Það eru engar reglur um hvernig á að leika með lausamuni eða hver lokaútkoman á að vera. Lausamunum má raða, stafla, breyta, færa á milli, bera um, nota eina eða með öðrum efnivið. Lausamunir veita börnum innblástur til að skapa og prófa nýjar hugmyndir.
Grapat leikföngin eru einmitt frábærir lausamunir þar sem þau eru einföld og með engan fyrirfram ákveðinn tilgang eða hlutverk. Leikföngin eru hönnuð til að kveikja á náttúrulegri löngun barna til að skapa og leika sér.
Leikföngin frá Grapat má nota frá því að börn eru nokkurra mánaða og eru skemmtileg fyrir börn á öllum aldri. Jafnvel fullorðnir hafa viðurkennt að gleyma sér í leik þegar Grapat leikföngin eru annars vegar. Undirrituð er þeirra á meðal!

 

 

Sniðug byrjendasett eru þau sem hafa fígúrur, hringi, peninga og skálar. Fyrstu kynni barna af Grapat leikföngunum getur verið að þræða hringina upp á leiksilki eða borða sem er komið fyrir á leikgrind sem barnið liggur undir. Börn geta þá teygt sig í hringina, slegið í þá, hlustað á hljóðin sem koma og fylgst með þeim hreyfast.


 

Það er skemmtilegt fyrir ung börn að setja lausamuni ofan í eitthvað ílát. Hringirnir og peningarnir eru frábærir í slíka leiki. Fyrst um sinn er hægt að bjóða uppá mismunandi skálar eða dollur þannig að börnin geta fært lausamunina á milli. Þegar börn eru komin með gott vald á því má gera gat á kassa eða á lokið á dollu þannig að hringirnir og peningarnir passi þar ofan í. Það er frábær æfing fyrir fínhreyfingar og eflir samhæfingu handa og augna.

 

 

Börn sækjast oft í að æfa sig að stafla leikföngum, raða þeim og flokka. Þannig leikir þroska stærðfræðihugsun barna og geta verið vinsælir í mörg ár. Leikurinn er misjafn eftir aldri og þroska barnsins. Fyrst um sinn snýst leikurinn einfaldlega bara um að stafla aftur og aftur, raða upp í langar raðir eða flokka eftir litum eða tegundum. Síðar er hægt að nota leikinn til að æfa hugtök eins og meira, minna, hærra, lægra, þyngra og léttar. Hringirnir og peningarnir eru frábærir í einmitt slíka leiki og æfingar. Þá má einnig nota til að búa til mynstur og form, æfa samlagningu og frádrátt. Það eru svo margir möguleikar! 

 

 

Fígúrurnar frá Grapat passa vel í litla lófa og eru því vinsælar meðal ungra barna. Lögun þeirra gefa til kynna að þær eru manneskjur en hafa að öðru leiti engin ákveðin einkenni. Þau hafa engin fyrirfram ákveðin hlutverk eða tilfinningar og geta verið hvaða kyn sem er. Það má nota sömu fígúruna sem ballerínu, lækni, barn, jólasvein, fótboltastjörnu, mömmu, seiðkarl, löggu eða hvað sem passar leiknum þá stundina.

 

 

Mandala settin eru frábærir lausamunir í allskonar leiki frá unga aldri og eru skemmtileg ævina á enda. Settin eru frábær til að leika sér að gera mandölur en slíkt getur hjálpað börnum og fullorðnum að slaka á og staldra við í augnablikinu. Að hægja á og vera í núinu þegar leikið er gerir okkur kleift að einbeita okkur, skapa og njóta augnabliksins.

 

 

Grapat leikföngin eru dásamlega falleg og einföld leikföng sem má nota til að skapa alveg hreint ótrúlegar bygginar, listaverk og ævintýraheim. Leikföngin gera ekkert nema barnið geri það og því ýta þau undir og efla ímyndunarafl og hugmyndarflug barna. Það er enginn fyrirfram ákveðinn tilgangur með leikföngunum og engin rétt eða röng leið til að leika með þau. Þetta er því sannarlega opinn efniviður sem styður við jákvæðan þroska barna.

 Ýttu hér til að skoða úrvalið af
Grapat leikföngum hjá Regnboganum

 

Grapat er spánskt fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir einstök og vönduð tréleikföng. Efnviðurinn sem notaður er í framleiðsluna kemur úr sjálfbærum skógum í Evrópu. Leikföngin eru handmáluð úr eiturefnalausri vatnsmálningu. Allar vörur koma í umhverfisvænum umbúðum sem eru lausar við allt plast.


Leave a comment

Please note, comments must be approved before they are published

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.


You may also like

View all
Example blog post
Example blog post
Example blog post