Um okkur

Regnboginn verslun varð til á vormánuðum árið 2018, eigendur Regnbogans eru Hildigunnur og Sandra, við erum margra barna mæður með ástríðu fyrir litríkum barnafatnaði og leikföngum úr opnum efnivið.

Við vildum opna verslun þar sem lögð væri áhersla á unisex fatnað sem er í öllum litum regnbogans, úr lífrænum efnum og þar sem sjálfbær framleiðsla og sanngjörn vinnuskilyrði starfsfólks er haft að leiðarljósi í framleiðsluferlinu. Það skiptir okkur máli að vel sé hugað að þeim sem búa til fötin sem við seljum ❤️  Einnig vildum við bjóða uppá vandað úrval af fallegum leikföngum og okkur fannst mikilvægt að leggja áherslu á viðarleikföng og að leikföngin séu úr opnum efnivið, því þá fær ímyndunarafl barnanna að blómstra. 

Við erum afar stoltar af þeirri hugsjón sem við stöndum og brennum fyrir sem varð síðar kveikjan að einstöku versluninni okkar. Það er að allir litir eru fyrir öll börn! Við kyngerum ekki fatnað né leikföng.