Geggamoja er sænskt merki og þau framleiða falleg, praktísk og þægileg unisex barnaföt. Geggamoja leggur áherslu á að framleiðslan sé umhverfisvæn og þau eru með sjálfbærni að sjónarmiði. Margar flíkur frá þeim eru því úr GOTS vottuðum lífrænum bómul og einnig margar flíkur úr bambus viskose efni, sem er einnig umhverfisvænn kostur.