Falleg hrærivél frá Le Toy Van, gerð úr endingargóðum gúmmívið og framleidd með sjálfbærni að sjónarmiði. Þetta leikfang er gert til að endast og hugað er að plánetunni okkar í í leiðinni. Þetta leikfang er alveg öruggt, málað með eiturefnalausri málningu og uppfyllir stranga öryggisstaðla við prófun. Hrærivélin kemur með skál sem hægt er að taka úr og setja í og svo fylgir einnig fallegt kökukefli, egg, hveiti og sykur allt úr við. Ótrúlega skemmtilegt leikfang sem vann til LBC gullverðlauna árið 2018.
Hentar frá 3 ára +
Dropp: verð frá 590 kr
Sending.is: verð frá 690 kr
Pósturinn : verð frá 1090 kr