Sjálfstyrkur - Súper vitrænn
- 4 stykki til á lager!
- Inventory on the way
Súper vitrænn - - fræðsla um hugræna atferlismeðferð (HAM).
Tristan er tilfinningaríkur drengur sem fær stundum óþægilegar hugsanir og verður þá dapur. Súper Vitrænn kennir Tristani aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar til þess að taka betur eftir hugsunum sínum og tilfinningum sem hafa áhrif á hegðun. Með tímanum lærir Tristan að velja hugsanir sem hjálpa honum að líða vel.
Hægt er að fjalla um líðan Tristans sem barn með leiða, depurð eða þunglyndi, sorg eða missi, allt eins og hentar því barni sem lesið er fyrir eða barnið sem les sjálft bókina.
Í Bókinni er ýmis fróðleikur fyrir uppalendur til að lesa og einnig spurningar og hugleiðingar fyrir börn og foreldra. Þessi bók hentar fyrir 4 ára og eldri.
Lykilhugtök
-
Hugræn atferlismeðferð
-
Innsýn í eigin líðan og hegðun
-
Ólík sýn og skema á aðstæður
-
Hugsanavillur
-
Depurð, leiði, gleði, hugljómun
-
Fræðsla fyrir uppalendur
Höfundar bókanna eru þær Soffía Elín Sigurðardóttir og Paola Cardenas. Þær eru barnasálfræðingar og hafa til margra ára starfað við meðferðarvinnu með börnum, unglingum og ungmennum ásamt fjölskyldum þeirra. Helstu viðfangsefni þeirra í meðferð er flest allt sem viðkemur geðheilsu barna og unglinga, eins og kvíði og depurð, streita og ýmis frávik í taugaþroska.
Dropp: verð frá 790 kr
Pósturinn : verð frá 1090 kr