Sjálfstyrkur - Súper kröftug
- Til á lager
- Inventory on the way
Súper Kröftug - fræðsla um aðlögun að nýjum aðstæðum.
Maya og Maks eru nýflutt til Íslands og þurfa að aðlagast nýju samfélagi. Súper
Kröftug kennir Mayu og Maks hjálplegar leiðir til þess að takast á við breyttar
aðstæður og eignast vini. Þátttaka barna í íþróttum og tómstundastarfi er áhrifarík
leið fyrir börn til að verða hluti af hópi og læra tungumálið.
Í Bókinni er ýmis fróðleikur fyrir uppalendur til að lesa og einnig spurningar og hugleiðingar fyrir börn og foreldra. Þessi bók hentar fyrir 4 ára og eldri.
Lykilhugtök
-
Gagnkvæm aðlögun
-
Félagstengsl og vinátta
-
Íslenskukunnátta allra barna
-
Mikilvægi og áhrif kennara og íþróttaþjálfara á líf barna
-
Söknuður, sorg, gleði, forvitni
-
Fræðsla fyrir uppalendur
Höfundar bókanna eru þær Soffía Elín Sigurðardóttir og Paola Cardenas. Þær eru barnasálfræðingar og hafa til margra ára starfað við meðferðarvinnu með börnum, unglingum og ungmennum ásamt fjölskyldum þeirra. Helstu viðfangsefni þeirra í meðferð er flest allt sem viðkemur geðheilsu barna og unglinga, eins og kvíði og depurð, streita og ýmis frávik í taugaþroska.
Dropp: verð frá 790 kr
Pósturinn : verð frá 1090 kr