Skemmtilegar regnbogalitaðar skálar og 5 skífur í sömu litum. Skálarnar nota börnin á ýmsa vegu t.d. til að stafla og raða. Hægt að leika með skálarnar í baði eða í hverskyns skynjunarleik. Börnin geta sett skálarnar á hvolf og falið skífurnar undir þeim eða æft sig að setja réttan lit af skífu ofan í rétta skál í sama lit. Möguleikarnir eru endalausir! Hægt að nota einnig í leirleik því munstrið á skálunum býr til munstur í leirnum.
Í settinu eru 5 skálar og 5 skífur, 10 stykkja sett í heild. Á hverri skál eru skemmtilegar myndir af sjávardýrum. Fullkomið baðleikfang til sulla með vatn í skálunum. Það eru mismunandi göt undir hverri skál svo vatnið lekur í gegn á mismunandi hátt, gaman fyrir börnin að leika sér að horfa á bununa. Líka skemmtilegt að kasta skífunum og reyna að hitta ofan í skálarnar.
Alveg eiturefnalaust leikfang úr sílikoni sem er mjúkt og þægilegt viðkomu, gott að naga og má setja í frysti og uppþvottavél. Einnig má leikfangið fara í vatn og gaman að taka með í baðið.
Aldur: 9 mánaða +
Dropp: verð frá 790 kr
Pósturinn : verð frá 1090 kr