Skemmtilegt sett frá Tick it með 10 gagnsæum akríl kubbum í öllum regnbogans litum. Kubbarnir eru eins og kristal gersemar sem börnin geta notað á ýmsan hátt og leyft ímyndunaraflinu að stjórna för. Kubbarnir eru með mjúkri áferð og eru þægilegir viðkomu og einnig fallegir að horfa á. Kubbarnir koma í 10 mismunandi litum.
Þetta sett er sniðugt til að litaflokka, telja, læra um liti, stafla, búa til munstur með þeim, einnig er hægt að æfa sig í að leggja saman og draga frá með því að nota kubbana. En umfram allt er hægt að nota þetta leikfang í hvað sem börnunum dettur í hug því það er svo opið leikefni og gefur börnunum tækifæri á að leyfa ímyndunaraflinu að blómsta.
Þegar börnin handleika kubbana þá myndast skemmtileg hljóð þegar þeir skella saman og þeir grípa birtu á svo fallegan hátt svo það er hægt að láta sólarljós skína á þá eða setja þá á ljósaborð og sjá hvernig litirnir bregðast við.
Hentar fyrir 3 ára og eldri.
Stærð á kubbum: 2.5 x 2.5 cm.
Dropp: verð frá 790 kr
Pósturinn : verð frá 1090 kr