PILVI mottan er virkilega kósý staður fyrir krílin, mjúk motta með léttri fyllingu sem er fullkomin til notkunar frá fæðingu barns og uppúr. Mottan er hönnuð og framleidd í Finnlandi og er gerð úr hágæða, endingargóðum, eiturefnalausum efnum. Mottan má fara í þvottavél sem er mikill kostur! Mottan er létt og auðvelt að brjóta hana saman og tekur ekki mikið pláss svo það er tilvalið að taka hana með í bílinn þegar á að fara í heimsókn með barnið eða njóta þess að vera úti í góðu veðri.
Efni: 100 % endurunnið efni (87 % endurunnin bómull og 13 % endurunnið polyester – með standard 100 Öko-tex vottun.
Fylling: 100 % polyester
Stærð: Þvermál: 120 cm
Má þvo í þvottavél á 40 gráðum á "delicate" prógrammi.