Þetta vandaða leikfang frá Grapat inniheldur 12 Nins® í 12 mismunandi litum, 1 viðarskál, 2 viðar teninga með tölustöfum og hringlaga bakka í 4 hlutum. Hver fígúra (nin) er í sérstökum lit sem táknar einhvern sérstakan mánuð í árinu. Einnig fylgja teningar með tölustöfum þar sem hægt er að stilla á hvern dag í mánuðinum. Þetta er sniðugt waldorf leikfang sem hjálpar barninu að átta sig á tímanum, læra að þekkja mánuðina og hvernig tíminn virkar. Einnig er hægt að nota þetta í leik. ATH. Mánuðirnir eru skrifaðir á ensku, eins og á mynd. Þetta afhendist í fallegum umbúðum svo þetta er tilvalin gjöf. Þetta leikfang hentar frá 12 mánaða +
Grapat leikföng eru hönnuð til að kveikja á náttúrulegri löngun barna til að leika sér. Þetta eru einföld leikföng úr opnum efnivið til að börnin upplifi frelsi í leik. Grapat leikföng eru afar vönduð, handgerð úr við frá sjálfbærum skógum og handmáluð með eiturefnalausri vatnsmálningu.