Stórt og veglegt sett frá Bauspiel í fallegri litapallettu. Kubbarnir koma í viðarkassa og möguleikarnir eru endalausir með þessu leikfangi. Bæði hægt að púsla þeim saman í kassann en einnig er hægt að nota kubbana í hverskyns leiki með öðrum kubbasettum eða eitt og sér. Það sem einkennir þetta sett eru Y kubbarnir sem eru einstakir í laginu og bjóða upp á einstaka byggingarmöguleika.
Í þessu setti eru 21 kubbar.
Bakkinn er 29X29 cm
Hentar best fyrir 1 árs +
Bauspiel framleiðir hágæða viðarleikföng í Þýskalandi og leikföngin eru mjög vönduð, CE vottuð og örugg fyrir börnin.