Lifandi Jólasveinaspil. Í grunninn eru þetta venjuleg spil með myndum af íslensku jólasveinunum en það skemmtilega er að jólasveinarnir á spilunum geta lifnað við ef náð er í appið sem fylgir spilinu. Með notkun snjalltækja lifna myndirnar á spilunum við og jólasveinarnir segja sögur, ærslast og stíga fjörugan dans. Engin dans er eins. Lifandi Jólasveinaspilin eru svo miklu meira en venjuleg spil. Notuð er nýjasta tækni sem kallast “Augmented Reality”, til að láta spilin lifna við. Með því að sækja appið, þá lifnar jólasveinninn við í snjalltækinu og upplifunin verður töfrum líkust. Appið er bæði á ensku og íslensku.