Dásamlegur litríkur bangsi sem börnin elska að knúsa! Hún kemur í öllum litum regnbogans og það er leiðarljós pöddunar ásamt ást og elsku til alls.
Ljótapadda er íslensk hönnun frá Jenný Kolsöe og hugmyndin fæddist fyrst árið 1974 þegar hún ákvað að sauma fyrstu ljótupöddurnar í jólagjöf fyrir börnin í fjölskyldunni. Það var haus með löngum skönkum í stíl við núverandi Ljótupöddu. Hún vakti mikla gleði og skírði systurdóttir hennar sem var ein af þeim sem fékk hana að gjöf Ljótupadda. Það var hentugt nafn því ekki var hún sérstaklega fríð en ástrík var hún og með löngu skönkunum sínum faðmaði hún krakkana. Nýja Ljótapaddan er nú tilbúin tæpum 50 árum síðar, litrík, mjúk og einstaklega krúttleg. Paddan er mjög vönduð, stór og vegleg og við erum glaðar að fá hana til okkar í Regnbogann.
Það er franskur rennilás á höndunum þannig að hægt er að festa þær saman og krækja pödduna utan um ýmislegt. Heildar lengd pöddunar þegar hún er með hendurnar eru upp: 85 cm
CE vottuð.
Dropp: verð frá 790 kr
Pósturinn : verð frá 1090 kr