Í samvinnu tveggja sænskra merkja, Maxomorra og Rubens barn koma dásamlegar, einstakar dúkkur á markað sem eru framleiddar í takmörkuðu upplagi.
Dúkkurnar eru 45 cm á hæð og eru 589 grömm að þyngd. Allt efni sem notað er í dúkkuna og dúkkufötin er GOTS vottað (Global organic textile standard) eða GRS vottað (Global recycle standard). Kassarnir utan um dúkkurnar eru FCS merktir og eru hagnýtir því þeir eru með loki svo það er hægt að endurnota kassann undir leikföng eða aðra hluti.
Rubens barn dúkkurnar hafa slegið í gegn útum allan heim! Þessar dúkkur eru yndislegir félagar fyrir börnin, þær eru ótrúlega mjúkar og gott að knúsa þær. Dúkkurnar eru handgerðar svo hver dúkka er einstök. Andlit þeirra sýnir miklar tilfinningar svo börnin tengjast þeim á einstakan hátt og þau læra að sýna umhyggju ogþróa með sér samkennd og ábyrgð. Dúkkurnar frá Rubens barn voru hannaðar og þróaðar með hjálp sérfræðinga með það í huga að hjálpa börnum að læra inná tilfinningar sínar og um líkamann sinn í gegnum leik ásamt því að auka sköpunargáfu og sjálfstraust þeirra.
Rubens Barn dúkkurnar eru með nafla, rass og kynfæri.
Dúkkurnar koma í fallegum, litríkum fötum með Maxomorra munstri.