Einstakt púsluspil frá Madd Capp! Púslið er ótrúlega veglegt og stórt, 700 stykki (poster size). Púslið er einstakt í laginu, ekki klassískt kassalaga heldur í laginu eins og fílshöfuð og þar af leiðandi verða púslin á jaðrinum skemmtileg í laginu. Í hverju púsli frá Madd Capp fylgir fræðandi bæklingur um dýrið sem um ræðir (á ensku), í bæklingnum er listi yfir áhugaverðar staðreyndir um dýrið. Sem dæmi: Vissir þú að fílar nota ranan sinn til að dreifa drullu og sandi á bak sitt og höfuð til að verja sig gegn sólinni og pirrandi skordýrum? Í bæklingnum er einnig stór mynd af dýrinu og hægt er að nota það sem plakat og hengja á vegg.
Dropp: verð frá 790 kr
Pósturinn : verð frá 1090 kr