Fallegur viðar dúkkustóll í gamaldags stíl frá Le Toy Van, passar vel fyrir allar dúkkur og bangsa sem börnin vilja gefa að borða eða leyfa að sitja í þessum fallega stól sem prýðir hvert barnaherbergi. Stóllinn passar fullkomlega við dúkkurúmið sem við fengum líka.
Stóllinn er gerður úr endingargóðum gúmmívið og framleiddur með sjálfbærni að sjónarmiði. Þetta leikfang er gert til að endast og hugað er að plánetunni okkar í í leiðinni. Þetta leikfang er alveg öruggt, málað með eiturefnalausri málningu og uppfyllir stranga öryggisstaðla við prófun. Hentar best frá 3 ára +