Við erum að flytja og opnum aftur búð eftir nokkrar vikurÁttu ósótta pöntun hjá okkur? Heyrðu í okkur á kkverslun@kkverslun.is eða á samfélagsmiðlum !!
Nýjung frá Grapat! Stór platti úr gegnheilum við þar sem börn geta notað sem grunn eða undirlag í leik. Hægt er að nota plattann sem byggingarpall eða sem leikplatta þar sem hægt er að stafla eða raða eða búa til mandölur. Plattinn er 38 cm í þvermál.
Grapat leikföng eru hönnuð til að kveikja á náttúrulegri löngun barna til að leika sér. Þetta eru einföld leikföng úr opnum efnivið til að börnin upplifi frelsi í leik. Grapat leikföng eru afar vönduð, handgerð úr við frá sjálfbærum skógum og handmáluð með eiturefnalausri vatnsmálningu.