Skemmtileg handklæða poncho í dýraþema, hægt að velja um 4 mismunandi dýr, kanínu, pöndu, frosk og ljón. Þetta er hágæða vara úr þykku og veglegu efni - 100% combed cotton (450 GSM). Combed cotton er gert úr sömu plöntu og venjuleg bómull en munurinn er að combed bómull er unnin á annan hátt og fer í gegnum auka skref í framleiðslu til að gera efnið mýkra, sterkara og sléttara heldur en venjuleg bómull. Tvöfaldir saumar til að lengja endingu vörunnar, efnið minnkar ekki í þvotti né tapar lit eða mýkt.
Smellur á hlið og vasar að framan, praktísk hönnun sem verður til þess að krakkar elska að hafa það kósý í dýraponchoinu sínu.
Stærðir: Kemur í 3 stærðum og hentar frá 2-13 ára.