Í þessu setti er mikið úrval af mismunandi segulkubbaformum ásamt bókstöfum og gluggum sem smellast á segulkubbana. Einnig er poki til að geyma segulkubbana í ásamt hugmyndabæklingi. Segulkubbarnir frá Playmags eru öruggir og sterkir með svokölluðum supermags þannig að þeir festast rosalega vel saman og auðvelt að byggja úr þeim stóra turna og hvað sem manni dettur í hug. Ótrúlega skemmtilegt leikfang sem virkjar ímyndunarafl barna og er með endalausa möguleika. Henta frá 3 ára +