Í þessu setti eru 24 veglegir viðarplattar sem líkjast blómablöðum. Með þessu setti er hægt að láta sköpunargáfuna skína því möguleikarnir eru endalausir. Plattarnir henta frábærlega með mandölusettunum frá Grapat, hægt að búa til munstur, myndir, leiksenur ofl sem börnunum dettur í hug.
Grapat leikföng eru hönnuð til að kveikja á náttúrulegri löngun barna til að leika sér. Þetta eru einföld leikföng úr opnum efnivið til að börnin upplifi frelsi í leik. Grapat leikföng eru afar vönduð, handgerð úr við frá sjálfbærum skógum og handmáluð með eiturefnalausri vatnsmálningu.