Soppycid hannaði fyrstu endurfyllanlegu vatnsblöðrurnar í heiminum og hafa þær sannarlega slegið í gegn! Soppycid vann til Red dot verðlauna árið 2023 fyrir hönnun á þessari einstöku vöru. Þau unnu einnig til fleiri verðlauna enda er um að ræða byltingarkennda vöru sem mun hafa jákvæð áhrif á umhverfið og á leik barna.
Segjum skilið við óumhverfisvænu klassísku vatnsblöðrurnar og notum þessa umhverfisvænu vöru í staðin sem hægt er að nota yfir 1000 sinnum!
Blöðrurnar eru með einstaka tækni sem virkar þannig að ef maður setur þær ofan í vatn þá fylla þær sig sjálfar og lokast á 1 sekúndu. Þannig sleppur maður við allt vesenið við að nota krana til að fylla á vatnsblöðrur.
Blöðrurnar eru úr hágæða eiturefnalausu sílikoni og lokast með segli. Blöðrurnar leka ekki eftir að þær lokast og upplifunin er sú sama eins og þegar maður kastar hefðbundinni vatnsblöðru því þessar blöðrur "springa" þegar þær lenda á skotmarkinu. Fólk meiðir sig ekki þegar það fær blöðrurnar í sig. Þessar blöðrur eru ávísun á mikla skemmtun fyrir börnin. Umhverfisvæn lausn sem færir vatnsblöðruleikinn á næsta plan!
Í settinu eru 6 blöðrur í mismunandi litum og einnig fylgir með netapoki til að geyma blöðrurnar í þegar þær eru ekki í notkun.