Lausamunir (loose parts) eru opin leikföng eða efniviður sem hægt er að leika með á óteljandi vegu. Leikur með lausamuni hefur engar reglur né fyrirfram ákveðna útkomu. Börn hafa sérstaklega gaman að því að setja lausamuni ofan í ílát, stafla þeim og litaflokka svo nokkur dæmi séu nefnd. 

Leikur með lausamuni veitir barninu frelsi til að nota ímyndunaraflið og virkja sköpunarkraftinn sem býr innra með því.