Skandico staflturn
Skandico staflturn
Skandico staflturn
Skandico staflturn
Skandico staflturn

Skandico staflturn

7.990 ISK

Handgerður og vandaður staflturn frá dásamlega merkinu Skandico. Staflturninn er mjög veglegur og er með 7 viðarskífum í ólíkum stærðum og litum sem hægt er að stafla á botninn. Staflturninn er handgerður og handmálaður í Rússlandi með eiturefnalausri vatnsmálningu frá Biofa.  

Biofa er þýsk, umhverfisvæn gæða málning sem er sérstaklega hönnuð til að bera á inni leikföng fyrir börn, alveg eiturefnalaus og góð fyrir barnið og umhverfið. 

Hægt er að raða á staflturninn á ýmsa vegu og æfa börnin í leiðinni samhæfingu og þekkingu á stærðum og litum. Einnig prýða þeir hvert barnaherbergi með fegurð sinni.

Leikföngin frá Scandico eru 100% örugg og eiturefnalaus.

Stærðin á staflturninum er 18 cm á hæð og botninn er 12.5 cm á breidd og efsti hringurinn er 5 cm á breidd.