












Skandico epli
4.543 ISK 6.490 ISK
Fallegur og veglegur epla staflari frá dásamlega merkinu Skandico. Eplið er 6 stykkja og er handgert og handmálað í Rússlandi með eiturefnalausri vatnsmálningu frá Biofa.
Biofa er þýsk, umhverfisvæn gæða málning sem er sérstaklega hönnuð til að bera á inni leikföng fyrir börn, alveg eiturefnalaus og góð fyrir barnið og umhverfið.
Ávaxta og grænmetis staflararnir frá Skandico hafa óteljandi möguleika í leik og einnig prýða þeir hvert barnaherbergi.
Leikföngin frá Scandico eru 100% örugg og eiturefnalaus.
Stærð: 13 х 12 х 4 сm