Sawdust & Rainbows rennibraut
Sawdust & Rainbows rennibraut
Sawdust & Rainbows rennibraut
Sawdust & Rainbows rennibraut
Sawdust & Rainbows rennibraut
Sawdust & Rainbows rennibraut
Sawdust & Rainbows rennibraut
Sawdust & Rainbows rennibraut
Sawdust & Rainbows rennibraut

Sawdust & Rainbows rennibraut

24.990 ISK

Stór og vegleg viðar rennibraut sem passar með Wee'un piklernum og öðrum klifur leikföngum frá Sawdust & Rainbows.

Rennirautin er mjög löng og skemmtileg og er með litlum kannti báðum megin sem kemur í veg fyrir að lítil börn renni fram af og meiði sig. Einnig er hægt að nota brautina sem bílabraut, kúlubraut, planka eða hvað sem börnum dettur í hug.

Rennibrautin er sett á piklerinn frá sama merki og börnin geta skemmt sér árum saman :) Rennibrautina nota börn frá sirka 1 árs og uppúr, pikler+rennibraut frá Sawdust and Rainbows þolir allt að 100 kg. Hægt að stilla brautina í mismunandi hæð eftir aldri.

Brautina er einnig hægt að setja á tvo hluti t.d pikler og boga (sem við komum til með að selja síðar) og gert leikpall eða göngubrú. Það er semsagt gert ráð fyrir festingum á báðum endum á þessari rennibraut og hægt er að setja hana á pikler og boga eða önnur slík leikföng með rimlum svo að hún getur fest sig við tvö leikföng og þá opnast fleiri möguleikar. Þannig að þegar við bætum við úrvalið af klifurleikföngum frá þessu merki þá munum við selja auka festingar á rennibrautina svo að ef fólk vill bæta við boga eða öðru frá okkur þá mun rennibrautin passa með báðu og hægt að nota allt saman :) 

Leikföngin frá Sawdust & Rainbows eru smíðuð með innblæstri frá Dr. Emmi Pikler sem var barnalæknir á miðri síðustu öld og gerði rannsóknir á náttúrulegum hreyfiþroska barna. 

Rennibrautin er mjög vönduð, CE vottuð og öryggisprófuð og er handgerð úr hágæða við frá sjálfbærum, FSC vottuðum skógum, framleidd af litlu fjölskyldufyrirtæki á Írlandi.

Stærð: 111.5 x 37.5 x 6.5cm

Ath að þar sem rennibrautirnar eru búnar til úr við þá er hver rennibraut ólík því viðarhreyfingar í þeim og litamynstur í viðnum eru ólík í hverri og einni, brúnir skellir og lifandi munstur einkennir viðinn svo hver gripur er svo sannarlega einstakur og ber þess falleg merki

Pikler þríhyrningurinn er seldur sér og ef keypt er bæði saman þá eru möguleikarnir svo margir og skemmtilegir.