My sweet baby - leikhreiður ljósgrátt
My sweet baby - leikhreiður ljósgrátt
My sweet baby - leikhreiður ljósgrátt
My sweet baby - leikhreiður ljósgrátt
My sweet baby - leikhreiður ljósgrátt
My sweet baby - leikhreiður ljósgrátt
My sweet baby - leikhreiður ljósgrátt
My sweet baby - leikhreiður ljósgrátt
My sweet baby - leikhreiður ljósgrátt
My sweet baby - leikhreiður ljósgrátt

My sweet baby - leikhreiður ljósgrátt

14.990 ISK

Mjúkt og yndislegt leikhreiður  frá My sweet baby, handgerð gæðavara sem hægt að nota frá fæðingu og uppúr. Hreiðrin eru minni um sig en hin týpan sem við erum með og þessi mælast 90 cm í þvermál. Leikhreiður eru svo sniðug, þau geta komið í stað leikteppis því það er svampdýna í botninum svo það er mjúkt og þægilegt að leggja ungabörn frá sér í hreiðrið. Einnig er hægt að setja netta leikgrind fyrir ofan barnið í hreiðrið. Börn sem eru farin að liggja á maganum geta haft dótið sitt hjá sér og skoðað. Þetta er einnig frábært fyrir börn sem eru að læra að sitja að vera umkringd uppáhalds dótinu sínu og alltaf mjúk lending ef þau detta, kannturinn getur líka verið stuðningur fyrir bakið. Þægilegt fyrir foreldra ungbarna að draga hreiðrið milli rýma á heimilinu til að geta alltaf lagt barnið niður nálægt sér. Eldri börn geta haft leikhreiðrið inni í herberginu sínu og ef til vill með himnasæng yfir og haft kósý leshorn/leikhorn og einnig er auðvelt að draga hreiðrið með sér fram og horfa á sjónvarpið í því og hafa það notalegt. Endalausir möguleikar og þetta er vara sem eldist með barninu. Tilvalin sængurgjöf, skírnargjöf, baby shower gjöf eða afmælisgjöf.

Hægt að taka áklæði utan af og þvo í þvottavél á 30 gráðum (dýna og langi púði tekið úr áður)

Stærð í þvermál: 90 cm

Hæð: 14 cm

Þykkt dýnu í botninum: 2-3 cm

 

Áklæðið er gert úr OEKO TEX vottuðu efni sem er 100% bómull. Hliðarnar eru fylltar með "non-allergenic filling: Eco-fillball fibers. Það eru mjúkt og slitsterkt og tryggir gott loftflæði. Dýnan í botninum á hreiðrinu er gerð úr gæða "non allergenic tested material" 

 Við seljum einnig himnasængur í sömu litum sem passa fullkomlega með þessum hreiðrum.