Leosun Flexi sólgleraugu - Sea green - Polarized
Leosun Flexi sólgleraugu - Sea green - Polarized
Leosun Flexi sólgleraugu - Sea green - Polarized
Leosun Flexi sólgleraugu - Sea green - Polarized
Leosun Flexi sólgleraugu - Sea green - Polarized
Leosun Flexi sólgleraugu - Sea green - Polarized

Leosun Flexi sólgleraugu - Sea green - Polarized

5.490 ISK

Hágæða sveigjanleg sólgleraugu frá breska merkinu Leosun. Sólgleraugun eru ótrúlega vönduð, með "shatterproof, anti-scratch" linsum, semsagt hönnuð sérstaklega fyrir börn þar sem þau eiga að þola margt og eiga að endast lengi.

Gleraugun sveigjast og beygjast í allar áttir og geta því ekki brotnað eins og gerist oft með barnasólgleraugu. Þau eru með 100% UV vörn og "anti reflective coating" gerir það að verkum að augu barnanna eru ofsalega vel varin.

Þessi gleraugu eru með polarized linsu sem þýðir að þau eru með glampvörn, linsan útilokar skæra glampa og þau veita betri skerpu og skýrleika. Þau fjarlægja speglun frá t.d. vatni, snjó og blautum vegi þar sem þau útiloka ljós frá láréttum flötum. 

Gleraugun eru hönnuð til að passa á börn á aldrinum 3-12 ára en auðvitað eru börn með mismunandi höfuðmál og hægt er að sjá stærðarviðmið á myndunum hérna til hliðar. 

Með gleraugunum fylgir poki sem hægt er að geyma þau í og verndar gleraugun.