ATH þetta er forsala, sendingin kemur í byrjun ágúst.
Kumpu Montessori bókahillan frá Fitwood er nýstárleg og sniðug hönnun á fjölnota húsgagni fyrir börn. Kumpu bókahillan hvetur börn til að læra og leika, hún er hönnuð til að kveikja á löngun barna til að öðlast þekkingu án þess að gleyma mikilvægi leiks. Hönnunin er byggð á hugmyndafræði Montessori og er um að ræða framvísandi bókahillu í barnahæð þar sem börn geta auðveldlega gengið að bókunum sínum og sótt sér sjálf og skoðað. Hinumegin á hillunni er vinnustöð í hæfilegri barnahæð, þar geta börn setið og lesið, litað, skrifað, lært, leirað eða hvað sem hugurinn girnist. Hlutverk leiks var líka mikilvægur þáttur í hönnuninni á hillunni og því eru göng í húsgagninu sem börnin geta skriðið í gegnum, búið til virki eða haft kósý þar undir með teppi eða hvað sem þeim dettur í hug.
Bókahillan er framleidd úr birkivið sem er úr sjálfbærum skógum í Evrópu.
Dropp: verð frá 790 kr
Pósturinn : verð frá 1090 kr