Í þessu vandaða setti frá Guidecraft eru 8 veglegir kubbar í mismunandi stærðum.
Hvaða fjársjóð finnum við í dag? Úti í náttúrunni finna börn skemmtilega hluti eins og steina, blóm, lauf, fjaðrir, skeljar, greinar, sand ofl. Gaman er að setja gersemarnar inní fjársjóðskubbana og láta þær prýða barnaherbergið. Einnig er hægt að setja lítil leikföng, marmarakúlur, perlur eða annað skemmtilegt inní kubbana sem finnst í barnaherberginu, möguleikarnir eru endalausir.
Kubbarnir eru með viðarramma og gagnsæum akríl gluggum, tvær skrúfur eru á einni hliðinni svo það er auðvelt að opna kubbana og setja eitthvað spennandi inní þá. Foreldrar gætu þurft að hjálpa yngri börnunum við að opna. Kubbarnir henta fyrir 3 ára + og virka svo að sjálfsögðu einnig sem venjulegir kubbar sem hægt er að stafla, raða eða nota í hverskyns leik.
Þessir kubbar eru ótrúlega vandaðir og veglegir og eru 8 talsins. Stærsti kubburinn er: 14x14 cm.
Ekki er gott að geyma blauta hluti í kubbunum í lengri tíma.
Dropp: verð frá 590 kr
Sending.is: verð frá 690 kr
Pósturinn : verð frá 1090 kr