Guidecraft - Þræða ávexti
Guidecraft - Þræða ávexti
Guidecraft - Þræða ávexti
Guidecraft - Þræða ávexti

Guidecraft - Þræða ávexti

5.990 ISK

Þetta litríka og skemmtilega leikfang inniheldur 24 ávexti í 6 mismunandi tegundum. Svo fylgja með tvær langar reimar með lirfulaga viðar "nál" til að þræða á og perlu stopparar til að ávextirnir renni ekki af reiminni. 10 myndaspjöld fylgja til að fá hugmyndir að mismunandi munstrum og einnig viðarstandur til að setja myndirnar í. Þetta leikfang æfir samhæfingu milli handa og augna og þjálfar fínhreyfingar. Svo er hægt að æfa sig í að telja og flokka og læra litina ásamt því að hægt er að nota ávextina í hverskyns leiki þar sem ímyndunaraflið ræður för.

  • Ávextirnir, lirfurnar og stopparaperlurnar eru gerðar úr endingargóðum gúmmívið og reimarnar eru úr sterku pólyester. 

Hentar frá 3 ára +