Fyrir utan óendanlega leikmöguleika þá er Bunky sófinn mjög falleg mubla inní barnaherbergi og það er kósý að liggja í honum og t.d. lesa eða sitja í honum og leika með dótið sitt. Einnig er hægt að stafla honum alveg upp svo hann taki sem minnst pláss og þá er hægt að skella honum út í horn en samt hægt að nota sem sæti. Einnig hafa margir notað hann sem skemil í stofunni þegar hann er ekki í notkun.
Bunky sófinn er frá Þýskalandi og er ótrúlega vandaður og í hæsta gæðaflokki. Sófinn er í 6 hlutum og hver hlutur er úr stífum og góðum CE vottuðum svampi. Utan um svampinn er vatnshelt verndandi lag. Svo er ysta lagið mícróvelúr áklæði sem er svakalega mjúkt og kósý og auðvelt að strjúka af. Ef það sullast eitthvað á sófann þá er gott að taka áklæðið af og strjúka bleytuna af vatnshelda laginu og setja svo áklæðið aftur á. Hægt er að þvo bæði mícrovelúr áklæðið og vatnshelda lagið á 30 gráðum í þvottavél. Ekki má setja það í þurrkara.
Stærð:
heildarstærð á sófanum þegar hann er samsettur eins og sófi:168 x 84 x 59 cm (L x B x H)
stærsta base pullan: 168 x 84 x 14 cm
Þynnri base pullan: 168 x 84 x 8 cm
Þríhyrningapúðarnir: 55 x 37 x 37 cm hvor
Armrest púðar 84 x 20 x 11 cm hvor
Sófinn kemur pressaður saman í kassa sem er um 89 x 38 x 38 cm. Það tekur nokkra klukkutíma fyrir svampinn að þenjast alveg út eftir að hann er tekinn úr kassanum.
Dropp: verð frá 790 kr
Pósturinn : verð frá 1090 kr