Leikhreiður með pífu 110 cm - DARK BEIGE
- Til á lager
- Inventory on the way
leikhreiður - 110 cm í þvermál! Handgerð gæðavara frá vandaða lúxusmerkinu Cotton & Sweets. Leikhreiðrið er hægt að nota frá fæðingu og uppúr.
Stór og vegleg hreiður sem geta komið í stað leikteppis því það er 4 cm þykk svampdýna í botninum svo það er mjúkt og þægilegt að leggja ungabörn frá sér í hreiðrið. Einnig er hægt að setja leikgrind fyrir ofan barnið í hreiðrið. Börn sem eru farin að liggja á maganum geta haft dótið sitt hjá sér og skoðað. Þetta er einnig frábært fyrir börn sem eru að læra að sitja að vera umkringd uppáhalds dótinu sínu og alltaf mjúk lending ef þau detta, kannturinn getur líka verið stuðningur fyrir bakið. Þægilegt fyrir foreldra ungbarna að draga hreiðrið milli rýma á heimilinu til að geta alltaf lagt barnið niður nálægt sér. Eldri börn geta haft leikhreiðrið inni í herberginu sínu og ef til vill með himnasæng yfir og haft kósý leshorn/leikhorn og einnig er auðvelt að draga hreiðrið með sér fram og horfa á sjónvarpið í því og hafa það notalegt. Endalausir möguleikar og þetta er vara sem eldist með barninu. Tilvalin sængurgjöf, skírnargjöf, baby shower gjöf eða afmælisgjöf.
Hægt að taka áklæði utan af og þvo í þvottavél á 30 gráðum (dýna og langi púði tekið úr áður)
Stærð í þvermál: 110 cm
Hæð: 18 cm
Svampdýnan í botninum á hreiðrinu er 4 cm á þykkt og er með OEKO-TEX Standard 100 vottun og er sambærileg og notuð er í ungbarnarúm, gæða dýna sem er eiturefnalaus og stíf.
Áklæði: 95% bómull, 5% elestan.
Fylling: Pólýester
Merki: Cotton and sweets
Dropp: verð frá 790 kr
Pósturinn : verð frá 1090 kr