Bauspiel - Gimsteina og gluggakubbasett ásamt teningum 45 stk
Bauspiel - Gimsteina og gluggakubbasett ásamt teningum 45 stk

Bauspiel - Gimsteina og gluggakubbasett ásamt teningum 45 stk

Regular price27.990 kr
/
verð með vsk
  • 2 stykki til á lager!
  • Inventory on the way
Þetta sniðuga sett frá þýska merkinu Bauspiel inniheldur 20 gimsteinakubba, 5 gluggakubba og 20 litríka gagnsæja teninga. Gimsteinakubbarnir eru rétthyrningslaga kubbar í góðri stærð. Hver kubbur er með 2 fallegum, glitrandi gimsteinum á annari hliðinni. Gimsteinarnir eru í 10 mismunandi litum sem gerir þessa kubba svo ótrúlega fallega og skemmtilega.
Gluggakubbarnir eru í 5 mismunandi litum, þeir eru frábærir til að uppgötva ljós og liti. Veröldin litast ef horft er í gegnum þá og veröldin margfaldast einnig þar sem það er “kaleidoscope effect” þegar horft er í gegn. Eins og að horfa í kviksjá. Þegar sólin skín á kubbana þá lita þeir gólfið fallega með litum sínum. Litríku, gagnsæu teningarnir eru ótrúlega skemmtilegir og hægt að nota þá á ótal vegu.

Þetta veglega sett er ótrúlega vandað og kubbarnir allir eru algjört listaverk. Frábær viðbót við hverskyns kubbasett eða önnur leikföng úr opnum efnivið og hægt að nota þá í allskonar leik.


Kubbarnir koma í flottum viðarkassa.


Stærð á gimsteinakubbum: 10 x 5 x 2.5cm,

stærð á gluggakubbum: 5 x 5 x 2.

stærð á teningum: 2.5 cm

stærð á viðarkassa: 28.5 x 26.5 x 6 cm

Hentar best fyrir 3 ára +

Bauspiel viðarleikföngin eru ótrúlega vönduð, CE vottuð og örugg fyrir börnin. 

Dropp: verð frá 590 kr

Sending.is: verð frá 690 kr

Pósturinn : verð frá 1090 kr


Nýlega skoðað