Þetta vandaða leikfang frá Grapat inniheldur 3 Nins® fígúrur, 3 nins® fígúrur með hatta, 3 lausir hattar, 3 litlir svefnpokar, 1 hringlaga dúkur/undirlag, 1 keila, 3 sveppir, 3 peningar, 2 litlar stangir, 1 stór stöng,1 kúla. Með þessu leikfangi geta börn búið til sinn eigin ævintýraheim, möguleikarnir eru endalausir. Fallegur taupoki fylgir með sem hægt er að geyma leikfangið í á milli þess sem það er notað. Þetta afhendist í fallegum umbúðum svo þetta er tilvalin gjöf. Hentar börnum frá 12 mánaða +
Grapat leikföng eru hönnuð til að kveikja á náttúrulegri löngun barna til að leika sér. Þetta eru einföld leikföng úr opnum efnivið til að börnin upplifi frelsi í leik. Grapat leikföng eru afar vönduð, handgerð úr við frá sjálfbærum skógum og handmáluð með eiturefnalausri vatnsmálningu.
Dropp: verð frá 590 kr
Sending.is: verð frá 690 kr
Pósturinn : verð frá 1090 kr